Útlenskir strætóbílstjórar sem kunna ekki íslensku !!

Þar sem ég er námsmaður og hvorki með bílpróf né bíl þá þarf ég yfirleitt að taka strætó í og úr skóla. sem er svosum ekkert óþægilegt og hef ég yfirleitt mikla ánægu af þessum ferðum..NEMA þegar þessir hóstblessuðuhóst pólsku strætóbílstjórar sem keira eins og amma þeirra sé í rassgatinu á þeim og maður bíður bókstaflega eftir því að þeir annaðhvort velti í hringtorgum eða keyri á!(vil taka það fram að þeir eru alls ekki allir þannig aðeins örfáir..) ég lenti í einum þannig um daginn. nema það að hann talaði enga íslensku og svo ætlaði hann ekki að trúa því að ég væri bara 17 (heh stoooolt :) ) en jæja. ég fer inn og sest fremur framarlega í vangninn þannig ða ég heiri þegar hann er að ''tala'' við fleira fólk. stuttu eftir að ég er kominn uppí vagninn kemur inn maður.örugglega á milli 70 og 80 ára. og þar sem hann skildi hvorki pólsku né ensku þá varð þetta rosalega mikið mál. honum tókst að fá skiptimiða með einhverju handapati en svo þurfti hann að vita hvar hann tæki annann vagn. ég gafst upp. stóð upp gekk að þeim og þýddi allt sem þessi einkabílstjóri okkar sagði honum. og auðvitað var sá gamli mjög þakklátur þar sem hann stóð þarna sveittur og vandræðalegur að hugsa um hvernig hann gæti gert bílstjóranum skiljanlegt hvaða vagn hann þirfti að taka.

Já fyrst ég er byrjuð að tala svona ætla ég að spurja að einu!
AFHVERJU SKIKKA VINNUVEITENDUR EKKI ÚTLENDINA (ALLTAF OG UNDANKOMULAUST) Í ÍSLENSKUNÁM? ég meina. það eru fullt af pólverjum sem vinna í t.d. bónus, sjoppum og strætó og auðvitað eru það margir sem ekki kunna ensku.t.d. börn og gamalmenni. hvernig eiga þau að bjarga sér? það er ekki endalaust hægt að gera sig skiljanleganná eintómu handapati. Ég fór inn í sjoppu um daginn og ætlaið að kaupa mér pylsu og kók. ekki mikil verslun þar en það var samt nógu erfitt og hef ég ákveðið að leggja leið mína ekki aftur í þessa sjoppu! ég byrjaði á því að koma með 1/2 l. kókið mitt og lagði á borðið, þessi kona var mjög almennileg í fyrstu og helt ég að hún myndi allaveganna reyna að bjarga sér á íslensku þar sem hún bauð mer góðann daginn á íslensku. en allaveganna, ég kem með kókið og lagði á borðið, ég helt á 500 kr í hendinni og ég hélt hún ætlaði bókstaflega að rifa hann úr hendinni á mer á meðan ég var að ákveða hvað ég ætti að fá mer að borða. svo ákveð ég mig, ein pylsa með öllu takk! rosa auðveld fyrirmæli að mér fynnst. og akvað að gefa henni séns því hún bauð mér allaveganna góðann daginn á íslensku. en nei hún gekk þá að súkkulaðirekkanum og fór að benda á hin og þessi súkkulaðistykki. og ég sagði fyrirgefðu en ég ætlaði að fá pylsu en ekki súkkulaði. gekk þetta í svolítinn tíma þar til ég gafst upp. ég hafði ekki mikinn tíma og þurfti að fá mér smá næringu áður en ég færi í næsta tíma. svo ég tók þurku og einfaldlega teiknaði pylsu fyrir hana sem var orðin verulega pirruð og helt ég væri að gera grín að sér. og þá lifnaði yfir henni og gerði pylsu. eenn nei það er ekki allt. eins og þið lásuð um áðan bað ég um með öllu. en ég fekk bara sinnep. var ég orðin verulega pirruð og sagði þetta einu sinni enn og þá virkilega hægt. og þá kom það. ég fékk mína pylsu og kom á réttum tíma í skólann :)!

En í stuttu máli sagt þá spyr ég aftur, afhverju eru þau ekki send í íslenskuskóla. hvað ef 5 ára krakki kæmi og bæði um bland fyrir 100 ? hvað ætli barnið myndi fá ?? tja....

Ég vil samt taka það fram að ég er alls ekki með fordóma gegn útlendingum. en það sem ég skil ekki það eru vinnuveitendurnir að setja útlendinga sem svo mikið sem skilja ekki einu sinni íslensku í afgreiðslu þar sem er t.d. mikið að gera eins og í bónus. útlendingar eru allt fólk eins og við og ég held að pólverjarnir yrðu ekkert hrillilega hrifnir af því að við myndum allt í einu ákveða að flikkjast til póllands og fara að vinna eins og hálvitar þar og kunna ekki pólsku... það held ég ekki.

En ég er hætt að rausa.. þangað til næst
Verið góð við allt og alla :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heir. heir. djö er ég sammála þér dóttir góð

pabbi (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 19:32

2 identicon

Váhá er mín í suði en það er nú ekki alveg laust við að ég sé sammála þér

Luv-

Berglind (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 20:07

3 identicon

hahahaha bara ritgerðin herna mín sko:D en ekki það að ég sé ekki sammála ér:D

Frikki (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:55

4 identicon

hæ hafrún mín úff ég er svo sammála þér skvís ekkert er eins pirrandi þegar marr er að versla og spurja um eikkað og engin skilur mann hef sko lent í því og hef sko gengið út því ekki er ég góð í ensku,,,þú ert frábær að hafa hjálpað þeim gamla,,,,,, nei marr þarf ekki að vera rasisti enn svo fer í mann knús

hrefna og einar (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 07:33

5 identicon

RASISTI!!!!!

Ásdís (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:59

6 identicon

.djók ég skil þig þetta er stór merkilegt að þeir fara ekki í íslensku!!

Ásdís (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:59

7 identicon

:) takk fyrir góð viðbrögð. var svolítið hrædd að setja þetta inn.. en samt :)

Eva (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband