Frá einu til annars.

Byrjum á þvi að ég vil koma því á framfæri að ég ÞOLI ekki minnstu stafastærðina hérna, hún fer e-ð í mig.

Já svo skulum við tala um vinnuna.
það er búið að breita minni vinnu svolítið, eða þannig, núna i staðin fyrir að vera bara að vinna fyrir okkar búð er búið að færa mig meira inn til Friðriks Kjötiðnaðarmeistarans okkar. þ.a.e.s. nuna er ég sem sagt ''einkaritari'' og pakka og vera svona meira inn í vinnslu, og mér fynnst það miklu meira skemmtilegra. Friðrik og Inga eru svo yndislega ágæt saman :D

Ég fór í ökutíma í gær. sem var alveg klassi! keyrði útá Kjalanes, ;D! S.S. fyrsta skipti útúr bænum, og mér gekk bara alveg ágætlega.. Svo þegar ég var að labba inn í vinnu aftur þá heyrði ég svolítið sem ég hef ekki heyrt mikið í síðan i gamladaga, þjófavarnakerfi á bíl, svo ég spyr., er það alveg að komið úr tísku?

Svo já fékk ég rúmmið mitt í gær :D blessbless bakverkir! ;D!

og að alfarlegari málefnum ;;

Í dag eru akkurat 3 ár síðan litli engillinn minn fékk nýju lifrina.

vá hvað ég sakna litlu dúllunnar minnar ;(

Ætla að setja inn einn af textunum okkar :)

Kveðja

  
Þar sem englarnir syngja sefur þú 
 
sefur í djúpinu væra 
Við hin sem lifum lifum í trú 
á að ljósið bjarta skæra 
veki þig með sól að morgni 
  
veki þig með sól að morgni 
 
Drottinn minn faðir lífsins ljós 
lát náð þína skína svo blíða 
 
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós 
 
tak burt minn myrka kvíða 
þú vekur hann með sól að morgni 
þú vekur hann með sól að morgni 
Faðir minn láttu lífsins sól 
lýsa upp sorgmætt hjarta 
Hjá þér ég finn frið og skjól 
láttu svo ljósið þitt bjarta 
vekja hann með sól að morgni 
vekja hann með sól að morgni 
Drottinn réttu sorgmæddri sál 
 
svala líknarhönd 
   
og slökk þú hjartans harmabál 
 
slít sundur dauðans bönd 
  
svo vaknar hann með sól að morgni 
  
svo vaknar hann með sól að morgni 
Farðu í friði vinur minn kær 
   
faðirinn mun þig geyma 
  
um aldur og ævi þú verður mér nær 
   
aldrei ég skal þér gleyma 
    
svo vöknum við með sól að morgni 
  
svo vöknum við með sól að morgni

En allaveganna, ætla að fara að horfa á einhverja bíómynd :)

Sjáumst;*!

-Eva


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband