jæja kominn í bæjinn aftur...

Þá er þessi helgi runnin sitt skeið.

hún er búin að vera æðisleg! :D

byrjaði á því á föstudaginn að fara í ökutíma, sem btw er búið að fækka um allaveganna einn, ef ekki 2 :D og svo var haldið norður á leið :D

Þegar komið var á Skagaströnd hélt ég á Árshátíðarball á Skagaströnd og svo haldið heim og lúlla sér..! eða jú ræða við pabba, og fá leifi til að fara á Ak á söngvakeppnina.

Svo morguninn eftir var haldið á akureyri. Alex náði í mig og skutlaði mér til Öllu frænku..svo var e-ð verið bara að rúnta með Alex og hitt Einar og þannig.

Svo mér til mikillar furðu gat ég keypt miða, eða armband á söngvakeppnina, þannig ég ákvað að skella mér. Hringdi í Einar í bað hann um að afbera ''litlu'' frænku sína um kvöldið, og hann var auðvitað meira en til í það. Fórum semsagt saman á Söngvakeppnina  og sátum í steikjandi hita og hlustuðum á fólk góla :d. samt sem áður voru þetta flest öll lögin mjög góð,, *FÁ Í 3 SÆTI TAKIÐ EFTIR!! Enda er hann hörku söngvari* En nei, síminn minn dó! á söngvakeppninni svo strákarnir ásamt lottu, Bjarnfríði og Björgu þurftu að umbera mig alveg allt kvöldið, þannig að við vorum bara e-ð að rúnta og hafa gaman.

svo var haldið á ballið, og hljómsveitin Buff var að spila og var hún bara nokkuð góð. jæja, leið á ballið og bað ég orra að skutla mér heim. sem hann auðvitað gerði! :D En nei, nú kom babb í bátinn. Þar sem við þurftum að sína skilriki þegar við gengum inn á ballið hafði ég beðið orra um að geyma kortið mitt því ég var ekki með vasa.jæja hvað með það. við keyrðum heim og ég hafi skellt kortinu mínu í hólfið á milli sætanna því kápan mín var afturí. og nei HALDIÐI AÐ ÉG HAFI EKKI GLEYMT KORTINU MÍNU :O!

Ekki er öll sagan sögð. þar sem síminn hans Einars var BATTERÍSLAUS þannig að ég gat ekki hringt í hann. En ég dó ekki ráðalaus. ég hringdi bara morguninn eftir í brautartungu og fékk nr hjá Bjarnfríði og hringdi og voila eg fékk kortið mitt á tiltekteknum tíma :D

Svo var bara rúta suður og skóli á mrg

Á morgun eru 3 vikur síðan.. ! Ég sakna þín Huginn ástin mín (L)(L)

Takk og bless :):*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Dúlla!!

Það hefur veiðbara brjálað stuð á þér um helgina.. Sem betur fer reddaðist þetta með kortið.

Knús

Stína frænka (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:06

2 identicon

Bara að senda á þig 

Lvu                                                     

Berglind frænka (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:21

3 identicon

Hæ Dúlla

Gaman að sjá framan í þig um helgina.

Knus Bergsbúar 

Hanna Frænka (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:39

4 identicon

Hææ mín ástkæra stóra litla systir

má ég spurja þig  að einu?

hvernig í óskubonum nenniru að skrifa 10000000.0000000000.00000 blaðsíðna ritgerð?

ég skil þig bara ekki en annars bææ

p.s. ég nenni ekki að gera 1.blaðsíðna ritgerð:'D:'D:DXD

Ásdís Rán Stóra systa litla systir:'D (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband