langerfiðasti dagur í lífi mínu til þessa.

Í dag var litli engillinn minn, Huginn Heiðar, jarðsettur.

þetta var alveg ofsalega falleg athöfn og kirkjan full af fólki. Álftargerðisbræðurnir sungu líka svo fallega.

seinustu dagar hafa verið svo tómir, ég er búin að líða í gegnum þá án þess að muna almennilega hvað ég er búin að vera að gera, ég man ekki einu sinni hvað ég gerði í gær. ég er búin að sofa rosalega lítið og borða annaðhvort mjög lítið eða alveg hryllilega mikið. mig er búið að vanta huginn svo seinustu daga, finna lyktina af honum og knúsa hann.

samt sem áður er þetta búið að vera bæði góður og vondur dagur. erfiður en samt svo fallegur. og svo margt fólk, fólk sem ég hef lítið sem ekkert hitt,já eða kannski bara aldrei.

þetta er svo skrítið allt saman. þetta er eins og martröð sem ég bíð eftir að vakna af, þótt ég viti að þetta er alveg blákaldur raunveruleikinn.

Kistan hans hugins er svo falleg, með fallegum blómum ofan á. og líka blómaskreitingarnar. þær eru svo fallegar, ein frá okkur fjölskyldunni, ein frá systkinum hennar mömmu, frá ömmu og afa í sveitinni held ég alveg örugglega og svo frá vinnunni hans mumma.

ég veit eiginlega ekki hvaða tilfiningar eru að fara í gegnum mig núna, ég er svo hrillilega tóm eitthvað, með svo sárann söknuð. ég er líka svo þreytt og langar helst bara að loka mig af og leggjast í dvala, í svona viku, bara hvíla mig á öllu, en nei það er víst ekki hægt. Ég er svo þung, mér fynnst erfitt að halda haus, mér fynnst erfitt að labba.

í nótt svaf ég, eða já dottaði ég með hundinn hans Hugins í fanginu, mér leið svo vel að hafa lyktina hans Hugins hjá mér. ég svaf samt eiginlega ekki neitt, var milli svefns og vöku í alla nótt og náði aðeins að sofna eða leggjast í almennlegann svefn um klukkan 6 í morgun, og svaf til 10 þegar vekjaraklukkan min vakti mig.

ég er svo ógéðslega dofinn. ég er að gleyma hlutum, fer að gera eitthvað annað en ég ætlaði að gera. til dæmis í gær þá ætlaði ég að fá mér kók en rankaði ekki við mér fyrr en eg var byrjuð að tannbursta mig.

ég finn já eins og stendur ofar, fyrir miklum tómleika og saknaðar, en samt er ég svo glöð. við fengum að hafa elsku huginn hjá okkur miklu lengur en haldið var. sem sýnir það hversu mikil hetja hann var. hann kenndi mér líka alveg rosalega mikið.

En þetta var án efa erfiðasti dagur sem ég hef upplifað allaveganna hingað til. en núna líður honum miklu miklu betur en hann gerði. og núna passar hann okkur vel og vandlega!

 

ég þurfti aðeins að losa um þetta tilfiningarflæði mitt hérna.

Takk fyrir öll kommentin ástirnar mínar <3!

elska þig Huginn <3

Hafrún Eva.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku stelpan, það er gott að þú skulir geta tjáð tilfinningar þínar, það losar um sársaukann. Dagurinn í gær var erfiður en fallegur og söngurinn frænda þinna yndislegur við útförina. Knús til þín.....

amma Halla (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 08:12

2 identicon

Kveðja til Hugins Heiðars.

Minning þín lifir í hjörtum,

allar stundirnar okkar björtu.

Þú gafst mikinn kærleik og ljós,

en þú fórst svo fljótt.

Hvíl í friði, minning þín lifir.

Hafðu þetta hjá þér snúllan mín

með kveðju, GAMLA.

Inga frænka (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:15

3 identicon

Þakka þér fyrir elsku hjartans Halla mín

Já ég er sammála, þessi athöfn var svo falleg! yndislegur endir ef maður hugsar það þannig, held að það sé ekki hægt að kveðja þennann dreng betur heldur en með söng álftargerðisbræðranna.

&& Inga mín!

Já gamla min eg skal hafa þetta hjá mér elskan min!
Hafðu það gott GAMLA MIN! :d

Hafrún Eva (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:23

4 Smámynd: Ragnheiður

Ótrúlega fallegur draumur Hafrún.

Ég hef verið með hugann hjá ykkur, ég veit hversu erfið sporin eru

Ragnheiður , 7.4.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband