Huginn Heiðar ástin mín!!

 

†Huginn Heiðar†

F. 18.11'04-D.24.03'08

 27

Elsku litli engillinn minn.

Núna ertu lagstur til svefns. Svefni sem þú munt aldrei vakna af.
Elskan mín, ég sakna þín svo mikið að mig verkjar í allann líkamann.
það er eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað. Ég er svo tóm inn í mér.
Ég veit það samt að þú lifir ennþá. Þótt þú sért farin úr líkamanum þínum þá lifiru með okkur öllum.

Ég man það, fyrstu jólin okkar saman, mannstu það líka? þegar ég sat með þig þegar jólin hringdu inn. Og þá var það í fyrsta skipti þegar þú kláraðir alla mjólkina þína úr pelanum alveg sjálfur.

Það eru svo óendanlega margar minningar sem koma upp í hugann hjá mér núna. Mannstu sumarbústaðarferðina seinasta sumar elsku Huginn minn. Þegar ég datt ofan í pottinn, og öllum fannst það rosalega fyndið.

Aldrei nokkurntíman mun ég gleyma þegar þú beist mann í kinnina eða öxlina og svo sagðir maður ''ái'' og það fannst þér ofboðslega fyndið og brostir þessu fallega prakkaraglotti.

Lyktin af þér, þessi sérstaka lykt sem var svo óendanlega góð. þessarri lykt gleymi ég aldrei, aldrei nokkurntímann.

Elsku hjartans ástin mín.
Núna ertu hjá móðursystkinum þínum. Þau passa þig.
Núna geturðu hlaupið, gengið, hoppað og talað.
Þér líður vonandi miklu betur núna.

Láttu mig vita hvernig er þarna :)!

Öll þau orð í heiminum geta ekki líst því hvernig mér líður, ég er svo ótrúlega tóm að innan, mér líður líka eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað.
Þessi söknuður, þessi sári söknuður.

Ég elska þig svo yfirmáta mikið.
Elska þig að eilífu ástin mín!

Sjáumst!
Þín elsta systir
Hafrún Eva Kristjánsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls litla bróður þíns.  Sendi þér styrk til að takast á við erfiðan tíma og birtu og yl inn í hjarta þitt.

Arndís (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:18

2 identicon

þetta eru leiðinlegar fréttir...  Samhryggist og allt það og farðu vel með þig meðan þetta gengur yfir Kv. Grjónapungur.

Grjónapungur (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:21

3 identicon

Ég Samhryggist þér og fjöldskylduni.
mér þykir þetta ekkert smá leitt, fekk tár í augun þegar ég las þetta
Ég mun gera allt til þess að stiðja þig, þykir ótrúlega vænt um þig

Bjarndis (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:22

4 identicon

elsku hjartans ástin mín

þetta er gullfallegt blogg ég veit að ef Huginn myndi skilja þetta þá myndi hann án efa elska það sem þú ert búin að skrifa <3

þetta er erfitt og mun vera það ég ætti nú að vita það , ég stend hjá þér og verð alltaf þér til taks elsku dúllan mín

ég samhryggist þér svo

þín vinkona ellus

Ella (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:22

5 identicon

Samhryggist þér innilega ástin mín. Ég veit að engin orð geta lagað þetta ástand en ég er samt hérna fyrir þig hvernær sem er. Mjög flott blogg elskan. Hann er ekkert alveg farinn elskan mín,ég trúi því allavega að hann sé þarna uppi hjá stjörnunum:) Elska þig:*

Kristín Diljá Thorarensen (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:24

6 identicon

ég samhryggist þér svo innilega Hafrún ;&#39;( ;*

ég gæti aldei sett mig í spor þín ;&#39;o

en þetta er mjög fallegt blogg..

farðu vel með þig.

Guð styrki þig og blessi <3 

Sólrún (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:25

7 identicon

ég samhryggist ástin mín .. þetta er ótrúlega leiðinlegt:( en vonandi líður honum bertur núna:) elska þig ástin mín;**

Lísa (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:25

8 identicon

Flott blogg hjá þér ! Vá hvað þetta er sorglegt ;&#39;(  ég samhryggist ykkur ótrúlega mikið !! ..ég veit bara ekki hvað ég myndi gera ef að ég myndi missa litlu systur mína ! :/

Kristbjörg ;] (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:25

9 identicon

Ég samhryggist og reyndu að láta þér líða vel

Jón Viðar Dan (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:34

10 identicon

hæj elsku eva okkar

við samhryggjumst þér innilega. Við sendum þér okkar hlyjustu hugsanir. Þetta gengur yfir á endanum. Elsku eva mín.. ekki láta bugast

kveðja bogga&esther

bogga&esther (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:38

11 identicon

Ég samhryggist þér elsku Hafrún mín..og þetta er ótrúlega fallegt og sætt blogg hjá þér...fékk nánast tár í augun:&#39;(  en hann er á betri stað núna, fallegum stað..og má hann hvíla í friði<3

Katrín (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:43

12 identicon

Samhryggist ykkur innilega

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:44

13 identicon

Vá... samhriggist svo, þykir virkilega leitt að heyra þetta. Það er alltaf stuðningur að sækja, vonandi veistu það. Bið virkilega fyrir litlabróðir þínum. Ég sé þig vonandi í skólanum á mánudaginn.
Hrafnkell :(

Hrafnkell (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:17

14 identicon

Sorrý, miðvikudag.
og aftur þá er voðalega leitt að heyra þetta.:&#39;(

Hrafnkell (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:18

15 identicon

Ég samhrigist þér og fjölskildu þinni. Vonandi líður honum betur núna. reindu að vera sterk ástin mín.

Guffý (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:25

16 identicon

Elsku Hafrún mín samhryggist þér og fjölskyldu þinni.Huginn Litli Hetju Engillinn Okkar allra,er í hjörtum okkar allra.Guð verði með ykkur ástinar mínar.

Ríkey Frænka (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:40

17 identicon

Samhryggist þér og fjölskyldu þinni innilega.

Rosalega sætt blogg hjá þér dúllan mín ;* . 

Dace (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:05

18 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar samúðarkveðjur vegna andláts litla bróður.

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 11:34

19 identicon

æjj elskan mín
ég samhryggist þér og fjöldskyldu þinni alveg innilega.
það er alveg rosalega leitt að heyra þetta

berta lind (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 12:06

20 identicon

Elsku Hafrún mín! Þetta er ótrúlega fallegt blogg hjá þér, fór að gráta þegar ég las það. Ég samhryggist svo ótrúlega mikið, ég veit að þú ert rosalega sterk og fjölskyldan mín og ég sendum þér okkar hlýjustu kveðju. En ég veit að bróðir þinn er á góðum stað núna og líður mjög vel. 

Kær kveðja, Bylgja. 

Bylgja Guðrún (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 13:29

21 identicon

Ég samhryggist þér Hafrún mín og vonandi veistu að þú getur alltaf komið til mín þótt það sé bara til að fá knús ;).....Þykir rosalega væntum þig krúttið mitt ;**

Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein,
né blómskrýddir gullstígar alla leið heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar
á göngu til himinsins helgu borgar.
En lofað ég get þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér ljósi þó leiðin sé myrk.
Mundu svo barn mitt að lofað ég hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. 

Helga Hrund (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:14

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Yndisleg færsla hjá þér um litla bróður. Sendi þér og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2008 kl. 16:48

23 identicon

ég samhryggist þer og allri fjölskyldunni innilega:(

þetta er sorglegur atburður:C

kv Siggi Kalli 

Siggi Kalli (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 18:14

24 identicon

Ég samhryggist þér elsku Eva mín, og ef að þú vilt tala eithvað, alveg sama um hvað :) þá máttu stóla á það ég hlusti á þig elsku dvergurinn minn :*

Ótrúlega fallegt blogg hjá þér dúllan mín , vonandi sé ég þig á morgun í skólanum :*

elskaþig!<3

Unnur (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 19:59

25 identicon

elsku haffý eg væri svo til i ad geta hitt þig nuna haldið utan um tig og gratið með þér en við vitum það bæði og getum huggað okkur a því ad huginn er kominn a goðan stad og liður betur a nyja stadnum

hann var algjör hetja og þu og fjölskyldan þín og þetta eru erfiðir timar.

vona ad ykkur gangi vel!!!

kær samúðar kveðja hjalli

ps:huginn litli engill lifir i hjörtum okkar allra þó hann se buinn ad yfirgefa likama sinn yfirgefur hann okkur aldrei!!!!!

hjalli (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:19

26 identicon

Elsku Haffý krúttið ,mitt ég mun alltaf styðja við bakið á þér og þú getur alltaf talað við mig ef það er einhvað...

Elsku Huginn Heiðar þú munt alltaf lifa í huga okkar og við munum allaf muna eftir þér þú varst mjög hugrakkur og ég gleymi því aldrei hversu mikið hún Haffý var stolt af þér ég mun aldrei gleyma því hversu mikið foreldrar þínir börðust fyrir því að þú myndir lifa...

R.I.P Huginn Heiðar

Gef þér og fjölskyldu þinni alla mína samúð...

Hrunda (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:35

27 identicon

Ég samhryggist þér mestast elsku Hafrún míín
Þetta er rosalega fallegt blogg hjá þér

Við munum aldrei gleyma þessari litlu hetju
sem er kominn á miklu betri stað núna

Luv jú :*

Laufey (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:57

28 Smámynd: Alda ;*

Elsku Hafrún mín,
Ég samhryggist innilega <3
Ég veit hvernig það er að missa manneskju sem er svona nákomin manni,
og að þurfa að horfa uppá veikindin í langan tíma.
En núna er hann Huginn á miklu betri stað ;*
Ef það er e-ð þá veistu að þú þarft ekki að gera annað en að taka upp símann og ég mun koma ;*
Þetta eru rosalega erfiðir tímar fyrir þig og fjölskyldu þína, en ykkur á eftir að takast þetta, ef öll fjölskyldan stendur saman, þá myndast ein sterk heild, og þessari heild á eftir að takast allt ef viljinn er fyrir hendi, þetta lærði ég þegar ég missti svona nákomin úr fjölskyldunni <3

Ég mun standa með þér í gegnum súrt og sætt elsku Eva mín, og ég vona svo innilega að þú vitir það <3

Rip Huginn Heiðar <3
Þú munnt lifaí hjörtum okkar allra ;*

Alda ;*, 26.3.2008 kl. 13:53

29 identicon

Ég samhryggist þér ástin mín;* farðu vel með þig :).

Elna Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:46

30 identicon

sæl hafrún mín ég vil bara seigja þér að ég samhryggist þér gífurlega og ég vil óska þér góðs gengis í lífinu (L)

áslaug (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:27

31 identicon

Vá, ég villtist inná bloggið þitt. Var með þér í FÁ, manst hugsanlega eftir mér.

Ég samhryggist þér og fjölskyldu þinni óendanlega mikið, svona getur lífið verið ógeðslega ósanngjarnt.

En farðu bara vel með þig, veist vonandi að honum líður betur þar sem hann er núna.

Írena (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:18

32 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Mikið rosalega er lífið ótrúlega ósanngjarnt stundum. Ég samhryggist þér og fjölskyldu þinni innilega, og vona að þið finnið styrk og von í þessari miklu sorg. Núna líður honum betur. Láttu þér líða vel.

Knús og kram, Laufey Sunna. 

Sunna Guðlaugsdóttir, 29.3.2008 kl. 18:48

33 identicon

samhryggist þer og fjölskyldu þinni innilega og láttu þer líða vel elsku hjartans Eva mín eg votta þer alla mína samúð(K)(L)

Gummi (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband