20.12.2007 | 20:13
Vinnan
já ennþá heldur þetta ''þrælahald'' áfram alltaf svo mikið að gera, maður varla stoppar.
Fékk reyndar frí til klukkan hálf 2 í dag útaf generalprufu fyrir útskriftina á morgun. Lögin okkar eru orðin svooo flott!
Allaveganna, ég fékk staðfestingu í dag að það er afturganga í vinnunni minni. Þar sem Friðrik kjötiðnaðarmaður staðfesti það að Jónas stofnandi Gallerý Kjöts gengi aftur þarna.
Það er margt sem bendir til þess og finn ég fyrir honum oft, hef samt ekki séð nema skuggann hans. Einu sinni t.d. þegar ég var ný byrjuð átti ég að skera lund, ok, allt í einu finn ég að það er tekið um hendina á mér og hún færð aðeins og viti menn, þetta kom akkurat rétt tala á viktinni. svo áðan þá var ég að skipta um föt, og það var einhver sem færði stól settist í hann og stóð upp, setti hann aftur að og labbaði út, það var samt enginn þarna og enginn kannaðist við að hafa verið inn á kaffistofu.
Friðrik finnur hann líka oft, t.d. þegar hann er að vinna einn á morgnanna þá kemur stundum þvílíkur gusturog skruðningar í útvarpinu og svo bara var allt í einu ekkert að útvarpinu.
Allaveganna, þá er ég að pæla í að vakna sneeemma og vinna og vera geðveikt dugleg, bara til að létta aðeins undir með hinum. og svo þarf ég reyndar líka að syngja á útskiftinni á morgun. æðipæði
En ég held ég fari bara að sofa eða eitthvað
Hey og já, ég náði öllu nema stærfræðinni, bara eins og ég bjóst við, að falla í ienu fagi, þannig að ég er bara ánægð með mig :D
En bæj
Athugasemdir
Til hamingju með að hafa náð prófunum;D:*
Lísa (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 00:51
til hamingju með góðann árangur elskan mín ;*
og gleðileg jól á morgun ;*
-elskjú
Elna;* (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.