Æskubrot úr sveitinni.

Ég man það þegar ég var lítil, og var að gista í mín fyrstu skipti í sveitinni minni, þ.e.a.s. Enni í Húnavatnasýslu, þá þurfti ég alltaf að fela mig þegar fjölskyldan færi svo að litli bróðir minn yrði ekki fúll.
Þá yfirleitt svaf ég á milli ömmu og afa eða á dýnu á gólfinu hjá þeim.Þegar ég fór að eldast fékk ég mitt ''sér'' herbergi.
Ég man það oft, þegar afi og amma fengu heimsóknir og ömmur var hælt fyrir matinn sagði afi æfinlega, já þarna sérðu hvað ég er vel giftur.
Amma sagði aldrei neitt, en stoltið skein af andlitinu hennar.
Þau elska hvort annað, þau láta ekki mikið á því bera, en það er samt fallegt að sja hvað þeim þykir óendanlega vænt um hvort annað.
Að sitja í öðrum hvorum stofuglugganum og horfa á myrkrið, eða sitja framm í eldhúsi að vetrarlagi og sjá snjókornin svífa úr himninum í skini götuljósanna, þetta er draumur.
Lomber-kvöldin eru líka æðislegar minningar, þessir hressu karlar, koma til að hlæja, spila og hafa gaman.
Réttirnar, þessi æðislegi dagur, eða helgi, hitta svo margar, umgangast hrossin, stemmingin, yndislega kakóið hennar ömmu.
Þegar ég varð enn eldri fékk ég að vera ein í sveitinni. Ég sver það að ég mun aldrei á æfi minni upplifa eins yndislegann tíma og þau skipti. Þarna er ég raun eiginlega alveg útaf fyrir mig, get gert nokkurnvegin það sem ég vil. Það að fara í rökkrinu til graðhestanna á túninu, gefa þeim brauð, klappa þeim og eða bara tala við þá. Ég er svo ein, svo frjáls.

Amma mín&Afi, þau Ingibjörg Jósefsdóttir & Ingimundur Ævar Þorsteinsson eru án efa bestu og fallegustu manneskjur, bæði að innan og utan sem fyrirfynnast á jörðinni. Ég elska ykkur Heart

Ykkar einlæg dótturdóttir
Hafrún Eva Kristjánsdóttir.

 

 

 

Vá ég held mig langi norður;*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Þú ert sæt.

Húnavallasýsla er ekki til. Sýslan heitir Húnavatnssýsla.

Fjóla Æ., 9.10.2007 kl. 08:49

2 identicon

Guð já, innsláttarvilla!

Eva (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 11:10

3 identicon

Takk fyrir falleg skrif elskan litla Við elskum þig líka 

KV úr sveitinni 

Amma og Afi (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 20:40

4 identicon

Heyrðu sko amma!

ÉG ER EKKRT LÍTIL!!

Hafrún Eva (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 20:45

5 identicon

Vá þetta er svo fallegt hjá þér að mér bara vöknaði um augu við að lesa þetta Þú ert svoooo yndisleg

Elska þig óendanlega mikið

Berglind frænka (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 18:56

6 identicon

Æji elskan mín;*
Elska þig líka ástin ;*

Eva (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband